Ef þú sérð ekki þennan póst rétt smelltu þá hér.
BV haus
20. TBL 5. ÁRG - OKTÓBER 2015

Espana

Áskrifendaleikur nr 2 og nú er það Spánn!

Nú blásum við aftur til leiks á Bestu vínkaupum með afar flottum vinningum. Leikurinn er einfaldur og gengur út á það að svara einföldum spurningum úr fréttabréfinu hverju sinni. Vinningarnir eru ekki af verri endanum eða 3ja rétta veisla fyrir 6 manns með vínum á nokkrum vel völdum veitingastöðum. Við munum líka vera með vínkynningu fyrir 6 manna hópa í hverri umferð og að sjálfsögðu fullt af flottum vínflöskum. Það er því um að gera að taka þátt því það kostar akkurat ekki neitt og um leið ertu orðin/nn áskrifandi af fréttabréfinu! Hér er linkur á þennan skemmtilega leik. 

Í þessu fréttabréfi fjöllum við um vín frá Spáni.

lina

Vín ársins 2014 á Íslandi?

AltosÞað er óhætt að segja að fá vín hafi slegið jafn rækilega í gegn á síðasta ári eins og Altos vínin frá Spáni. 4,5 stjörnur af 5 mögulegum hjá vínsérfæðingunum Steingrími á vinotek.is og Þorra Hrings en hann valdi Altos Crianza í annað sæti yfir bestu rauðvínin á síðasta ári. Og best af öllu, vínið er á afar viðráðanlegu verði! Það er því engin furða að þetta frábæra vín seldist strax upp í Vínbúðunum en fæst nú loksins aftur sem betur fer.

Altos er ung víngerð sem leggur mikla áherslu á gæði. Hún var stofnuð árið 2006 með það að markmiði að búa til vín í nýjum stíl sem eru trú uppruna sínum í Rioja. Til verksins voru fengnir víngerðarmenn sem hafa skapað sér nafn fyrir framúrskarandi víngerð. Þriggja manna teymi sér um víngerðina, þeir Roberto San Ilde frá Finca Sobreño í Toro héraði, Bienvenido Muños Bodegas Muños í La Manca og ekki síst Jean-Marc Sauboa sem kemur frá einu virtasta vínhúsi heims, Chateau Haut Brion í Bordeaux. Saman hafa þeir skapað einstaka tegund af nútímalegum Rioja vínum og á þessum stutta tíma hefur þeim líka tekist að vinna til alls kyns verðlauna.

Þeim hefur tekist að lyfta gæðum vínanna með mikilli einurð og finna gott jafnvægi á milli hins frjósama jarðvegs (Terroir) og hefðbundinna vinnubragða á vínekrunum með helstu mögulegu tækninýjungunum. Hver einasta þrúga er tínd af gömlum vínviði á vínekrum sem liggja hátt í nágrenni þorpanna Laguardia, Elvillar og Kripan. Öll vínin frá Altos eru látin eldast á eikartunnum, 80% á 225 lítra á eikartunnum frá Bordeaux og 20% amerískri, og eru síðan geymd lengur þar. Tunnurnar koma frá mismundandi tunnugerðarfólki og eru allar mismikið ristaðar. Félagarnir sem skipa þríeykið góða telja að þessi blöndunaraðferð gefi víninu þann mikla persónuleika sem það hefur. Áður en vínin eru sett á tunnur fer fram tiltölulega langt ferli þar sem hratið og skinnið er látið liggja í vökvanum og hitastigi er stýrt vandlega (cold maceration), ýmist á eikartunnum eða stórum stáltönkum.

Altos Tempranillo kr. 1.999

Altos TempranilloBæði vínin eru eingöngu gerð úr Tempranillo þrúgunni. Hér kemur svo lýsing Þorra Hrings á víninu: „Þetta vín hefur unglegan granat-rauðan lit og meðalopna angan þar sem áberandi eru glefsur eins og sultuð rauð ber, aðalbláber, reykur, heybaggi, steinefni og balsam. Í munni er það ríflega meðalbragðmikið, þurrt með mjúk tannín, góða sýru og frábært jafnvægi (afar svipaður stíll og í Altos Crianza). Þarna eru dökk og rauð sultuð ber, plómur, krækiber, lakkrís og balsam. Þróttmikið og ungt rauðvín sem er frábært með allskonar mat en ég mæli með rauðu kjöti og fínum Miðjarðarhafsmat.“

Altos Crianza kr. 2.268

Altos CrianzaAftur gefum við Þorra Hrings orðið. „Það er ríflega meðalþétt að sjá með rúbínrauðan lit og gegnheilan kannt. Það er vel opið í nefinu með upprunalegan og stórskemmtilegan ilm sem er þéttur og dimmur. Þarna er töluverð tunna, mest þó frönsk eik en einnig er þarna þessi dæmigerði vanilluilmur af hinni bandarísku. Í viðbót er þarna jarðbundinn og flókinn ilmur af hindberjum, súkkulaðihúðuðum kirsuberjum, bláberjasultu, balsamtónum, kjallara, heybagga og þurrkuðum ávöxtum.

Í munni er það ríflega meðalbragðmikið með góða sýru, mikið af mjúkum tannínum og svakalega endingu. Það er þurrt, gegnheilt og ferskt þótt það sé komið með aðlaðandi þroska og töluvert bragð afAltos Tempranillo sultuðum kræki- og bláberjum, súkkulaði, kirsuberjum, tóbaki, balsamediki og kókos. Hafið með allskyns bragðmeiri kjötréttum, lambi, folaldi, nauti og miðaldra ostum.“

Altos Blanco kr. 2.150

Hvítvínið frá Altos hefur eins og hin vínin slegið í gegn undanfarið, fengið flotta dóma í Gestgjafanum og frábæra dóma hjá Þorra Hrings eða 4 stjörnur ! Frábært matarvín sem gert úr Viura og Malvasia þrúgunum. Þorri segir m.a. „ Þarna má finna peru, apríkósu, sætan Altos Reservasítrus, rautt greipaldin, kínín og græn grös. Svaðalega fínt matarvín sem fer vel með allskyns fiskréttum, eggjabökum, ljósu fuglakjöti og salötum. Tapas líka! Verð kr. 2.150.- Frábær kaup.“

Altos Reserva kr. 3.754

Og rúsínan í pylsuendanum, stóri bróðurinn. Eitt af örfáum vínum sem fengið hafa fullt hús stiga eða 5 af 5 stjörnum hjá Þorra og hreint unaðslegt vín. Alger bolti og þetta hlýtur að verða eitt af jólavínunum í ár!
lina

Vina Albali kassavínin vinsælu

Felix Solis sem framleiðir Vina Albali er einn af tíu stærstu vínframleiðendum heims og stærsti framleiðandi vína frá Spáni, selur meira en 2 milljónir lítra í yfir 90 löndum. Felix Solis er ábyrgur fyrir framleiðslu margra gæðavína frá helstu vínræktarsvæðum Spánar fyrir utan Vina Albali, eins og Pagos Del Rey (frá Rioja, Rueda, Toro og Ribera Del Duero) og Felix Solis (frá Valdepenas, La Mancha, Vino De La Terra) sem eru þekktustu víngerðirnar í grúppunni. Vínin hafa fengið flotta dóma hér á landi og verið vel tekið af Íslendingum.

Espana
 
Vina Albali Barrel aged Tempranillo kr. 5.918

albali barrel agedVina Albali Barrel aged Tempranillo er gert þannig að það er passað upp á að ná sem mestu af tannínum og bragði úr þrúgunum til að viðhalda náttúrulegum bragðeiginleikum þrúgugerðarinnar. Sætleika tannínanna er náð með mjólkursýrugerjun í amerískum eikartunnum og eftir það er vínið látið liggja í sömu tunnum í tvo mánuði. Þetta er sem sagt ungt vín sem er geymt á eikartunnum í stuttan tíma.

Heitt veðurfar Valdepenas héraðsins skilar sér í vel þroskuðum karakter vínsins með bragði af þurrkuðum dökkum plómum og kirsuberjasultu. En þessi þroski kemur þó ekki í veg fyrir að vínið sé frískandi og unglegt; það er bjart og vel gert. Eikin skilar kryddum, vanillu og svörtum pipar í þetta annars mjúka og þægilega vín.

Það hentar afar vel með flestum kjötréttum, fuglakjöti, ostum og kæfum.

Vina Albali Gran Seleccion Tempranillo kr. 6290

Altos ReservaÞetta vín er gert úr sérvöldum Tempranillo þrúgum þar sem aðeins þær allra bestu eru notaðar. Safinn er pressaður varlega úr berjunum og hrært reglulega í sem verður til þess að tannín eru nokkuð áberandi. Safinn er síðan gerjaður við lágt hitastig og vínið svo geymt á amerískum eikartunnum í tólf mánuði og þegar því er lokið er það geymt enn lengur í stórum tunnum til að ná fram fullkomnum áhrifum geymslunnar. 

Þetta vín er fallega rúbínrautt með þroskuðum kirsuberjatónum, það býður upp á kraftmikla angan og bragð af vanillu, kryddum og ávexti. Það er höfugt og nokkuð flókið með vel byggðum tannínum og löngu þægilegu eftirbragði. Hér er á ferðinni ótrúleg gæði miðað við kassavín!

Það er fullkomið með hverskonar kjötréttum, fuglakjöti, kæfum og ostum.

Vina Albali Verdejo hvítvínið Kr. 5.918

Valdepenas er vínræktarsvæði sem er rétt suður af Castilla La Manca á miðjum Spáni,albali barrel aged umkringt hinu risastóra svæði La Mancha. Valdepenas dregur nafn sitt af aldagamalli borg sem ber sama nafn og er staðsett í sólbökuðum hlíðum dals sem áin rennur í gegnum og sérkennilegir klettar fylla hálfan dalinn. Þaðan kemur nafnið sem á spænsku er: „Val de Penas“ eða dalur klettanna.

Þetta vín er gert úr sérvöldum þrúgum sem heita Verdejo. Verdejo er ein ilmríkasta vínþrúga heimsins og gefur mikinn ilm af ávöxtum og blómum, jafnvel þó þetta sé ungt vín hefur það góða byggingu og strúktúr þökk sé Verdejo þrúgunum.

Uppskeran er gerð á nóttunni til öruggt sé að berin séu týnd af vínviðnum á meðan hitastig er undir 10°C til að hámarka möguleika Verdejo þrúgunnar. Vínið er svo látið gerjast við lágt hitastig ósíað með hratinu í 10 daga.

Vínið er ljósgult að lit með gylltum tónum, frískandi og aðlaðandi í nefinu með miklum ilmi af blómum og trópískum ávöxtum, kryddjurtum og gennel. Þetta vín hentar vel með flestum forréttum, fiski og öðru sjávarréttum. "Deliciously fruity" stendur utan á kassanum og það lýsir víninu verulega vel.
Og að lokum, smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
lina
Facebook
Rolf Johansen & Co • Skútuvogi 10a, 104 Reykjavík • Netpóstfang: rjc@rjc.is

Ef þú vilt ekki fá þetta fréttabréf sent aftur, smelltu þá hér.